Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Marteinsson bestur hjá Njarðvík
Sindri Þór Skarphéðinsson ásamt forsvarsmönnum Ungmarks Sævari Júlíussyni og Gunnari Þórarinssyni.
Þriðjudagur 25. september 2012 kl. 09:15

Einar Marteinsson bestur hjá Njarðvík

Knattspyrnumaðurinn Einar Marteinsson var kjörinn leikmaður ársins í lokahófi meistaraflokks karla hjá Njarðvíkingum. Einar sem er að leika sitt annað tímabil með Njarðvík var að margra mati jafn besti leikmaður liðsins, traustur í vörninni og markheppinn með eindæmum, en hann gerði átta mörk á yfirstandandi tímabili.

Sindri Þór Skarphéðinsson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn og handhafi Milebikarsins. Sindri Þór sem er átján ára gamall markvörður hefur staðið í markinu í 15 af 31 leik liðsins í Borgunarbikarnum, Íslandsmótinu og Lengjubikarnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markahæsti leikmaðurinn var svo Ólafur Jón Jónsson en hann gerði alls 15 mörk í öllum þremur mótum liðsins í ár.

Þeir Andri Fannar Freysson, Einar Marteinsson, Gísli Freyr Ragnarsson og Haraldur Axel Einarsson fengu allir viðurkenningu fyrir 50 leiki með meistarflokki.

Ólafur Jón Jónsson fékk viðurkenningu fyrir 100 leiki. Einar Valur Árnason fékk viðurkenningu fyrir 150 leiki. Þá hlaut Kristinn Örn Agnarsson viðurkenningu fyrir 250 leiki fyrir meistaraflokk.

Heimasíða Njarðvíkinga fjallar um málið.