Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Árni verður yfirþjálfari yngri flokka
Föstudagur 3. apríl 2009 kl. 13:35

Einar Árni verður yfirþjálfari yngri flokka


Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFN hefur gert formlegan samning við Einar Árna Jóhannsson þess efnis að hann verði yfirþjálfari yngri flokka félagsins næstu fimm árin. Samningurinn var undirritaður í gærkvöld. Einar tekur við starfinu af Örvari Þór Kristjánssyni sem lætur af störfum yfirþjálfara um næstu mánaðamát.

Einar Árni er uppalinn Njarðvíkingur og á 15 ár að baki í starfi hjá félaginu. Hann þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá félaginu á árunum 2001-2003 og var einnig aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla á árunum 1997-2000 og svo aftur árið 2004. Hann tók svo við meistaraflokki karla sumarið 2004 og stýrði liðinu í þrjú ár, og varð m.a. Bikarmeistari 2005 og Íslandsmeistari 2006 með liðið. 

Einar Árni tók við meistaraflokksliði Breiðabliks vorið 2007 og stýrði þeim til sigurs í 1.deildinni tímabilið 2007-2008 og í vetur varð liðið í 8. sæti Iceland Express deildar karla undir hans stjórn.
---


Mynd/umfn.is - Einar Árni og Alexander Rangarsson undirrituðu samninginn í gær

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024