Einar Árni þrítugur
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Íslandsmeistara UMFN í körfuknattleik, er þrítugur í dag. Einar fagnaði á síðustu leiktíð sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli sem þjálfari í úrvalsdeild þegar Njarðvíkingar lögðu Skallagrím í úrslitum Iceland Express deildarinnar.
Einar er ekki einn um að eiga afmæli í dag en poppgoðið David Bowie er helmingi eldri en Einar eða 60 ára.