Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Einar Árni og Friðrik taka við Njarðvík
Þriðjudagur 11. janúar 2011 kl. 18:57

Einar Árni og Friðrik taka við Njarðvík

UMFN hefur ráðið þjálfara meistaraflokksins í körfubolta og það í fleirtölu. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Pétur Ragnarsson taka við verkefninu og sögðu þeir að leikmannafundi loknum að fundurinn hafi gengið vel.

Báðir hafa þeir áður þjálfað meistaraflokk UMFN og báðir gert þá að meisturum enda þaul vanir þjálfarar í efstu deild. Einar Árni þjálfaði Breiðablik síðast í meistaraflokki og Friðrik þjálfaði Grindavík, en hann gerði þá að bikarmeisturum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Það er alltaf erfitt að koma inn á miðju tímabili,“ sagði Einar Árni. „En við erum með frábæra leikmenn og vitum að þeir geta betur en þetta,“ bætti Friðrik við.

Jón Guðlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildarinnar sagði að þeir væru að taka verkefnið að sér launalaust en hann sagði einnig að það hafi verið að þeirra frumkvæði. Báðir vinna þeir sem þjálfarar í unglingaflokkum UMFN og halda því starfi áfram.

[email protected]