Einar Árni hættur hjá Njarðvík
Einar Árni Jóhansson, sem var nýlega valinn þjálfari ársins á lokahófi KKÍ, mun ekki stýra liði UMFN á næsta ári, en hann hefur sagt upp samningi sínum við félagið.
Á þremur áum hjá félaginu stýrði Einar UMFN til sigurs í öllum keppnum sem í boði eru á landinu og undir hans stjórn tók Njarðvík þátt í Evrópukeppni í vetur, í fyrsta sinn undir eigin merkjum.
Í deildarkeppninni var árangur hans með UMFN 52 sigrar og 14 töp, en á fyrsta ári gerði hann UMFN að bikarmeisturum, í fyrra urðu þeir Íslandsmeistarar og í vetur deildarmeistarar. Auk þess komst hann öll árin í úrslit fyrirtækjabikarsins og sigraði í þeirri keppni árið 2006.
Einar segist taka þessa ákvörðun að vel ígrunduðu máli og skilji sáttur við félagið. Hann er nú að skoða sín mál hvað varðar framhaldið en ekkert er ákveðið í þessum efnum.
Eftirfarandi orðsending barst frá Einari:
Langar að þakka öllum þeim sem hafa komið að starfinu á meðan ég hef þjálfað Njarðvíkurliðið undanfarin 3 ár fyrir samstarfið. Það hafa verið forréttindi að vinna með heiðursfólki eins og Loga Halldórs og félögum, Helga Helgasyni, Ella Hannesar og Snorra, Erni Steinari, Ingu nuddara, stjórnarmönnum og öllu því góða fólki sem kemur að starfinu.
Ég er búinn að þjálfa meistaraflokk sl 3 ár og reyndar verið að þjálfa yngri flokka hjá félaginu í 14 ár. Á þessum tíma hef ég verið að vinna mismikið með þessum strákum er skipa meistaraflokk, mörgum þeirra í 6-8 ár og þetta hafa verið frábær ár með þessum strákum sem eru ótrúlegir sigurvegarar eins og saga þeirra segir til um. Þakka þeim ekki síður samstarfið.
Óska strákunum góðs gengis í framhaldinu,
Kveðja,
Einar Árni Jóhannsson
Á þremur áum hjá félaginu stýrði Einar UMFN til sigurs í öllum keppnum sem í boði eru á landinu og undir hans stjórn tók Njarðvík þátt í Evrópukeppni í vetur, í fyrsta sinn undir eigin merkjum.
Í deildarkeppninni var árangur hans með UMFN 52 sigrar og 14 töp, en á fyrsta ári gerði hann UMFN að bikarmeisturum, í fyrra urðu þeir Íslandsmeistarar og í vetur deildarmeistarar. Auk þess komst hann öll árin í úrslit fyrirtækjabikarsins og sigraði í þeirri keppni árið 2006.
Einar segist taka þessa ákvörðun að vel ígrunduðu máli og skilji sáttur við félagið. Hann er nú að skoða sín mál hvað varðar framhaldið en ekkert er ákveðið í þessum efnum.
Eftirfarandi orðsending barst frá Einari:
Langar að þakka öllum þeim sem hafa komið að starfinu á meðan ég hef þjálfað Njarðvíkurliðið undanfarin 3 ár fyrir samstarfið. Það hafa verið forréttindi að vinna með heiðursfólki eins og Loga Halldórs og félögum, Helga Helgasyni, Ella Hannesar og Snorra, Erni Steinari, Ingu nuddara, stjórnarmönnum og öllu því góða fólki sem kemur að starfinu.
Ég er búinn að þjálfa meistaraflokk sl 3 ár og reyndar verið að þjálfa yngri flokka hjá félaginu í 14 ár. Á þessum tíma hef ég verið að vinna mismikið með þessum strákum er skipa meistaraflokk, mörgum þeirra í 6-8 ár og þetta hafa verið frábær ár með þessum strákum sem eru ótrúlegir sigurvegarar eins og saga þeirra segir til um. Þakka þeim ekki síður samstarfið.
Óska strákunum góðs gengis í framhaldinu,
Kveðja,
Einar Árni Jóhannsson