Ein stoðsending í heilum leik
Keflvíkingar brögðuðu grasmottuna í fyrsta leik liðsins gegn Tindastól í undanúrslitum EPSON-deildarinnar 108-87 eftir að hafa gjörsigrað Hamarsmenn í fjórðungsúrslitaleikjunum. Sauðkræklingar sem eru ósigraðir á heimavelli í vetur héldu sigurgöngunni við fyrir tilstilli frábærrar þriggja stiga nýtingar og stórleiks Shawn Myers sem skoraði 32 stig, tók 17 fráköst og varði 4 skot. Séu tölulegar staðreyndir leiksins skoðaðar, sem oft eru nú heimaliðinu óeðlilega hagstæðar, þá tókst Keflvíkingum næstum því hið ótrúlega, að spila heilan leik á þess að gefa stoðsendingu en Gunnar Stefánsson bjargaði málunum með einni slíkri á sínum 4 leikmínútum. Ekki þarf sérfræðing til að sjá að eitthvað hallar á Keflvíkinga í þessum máli en eitthvað hefur farið lítið fyrir liðsspilamennskunni. Gunnar Einarsson og Calvin Davis léku best Keflvíkinga auk Birgis Ö. Birgissonar sem skilaði sínu. Skyttuliðið Keflavík var tekið í gegn í langskotunum því Sauðkræklingar hittu úr 56% þriggja stiga skota sinna og fóru þar fremstir Kristinn Friðriksson og Lárus D. Pálsson með 3 hvor. Auk fyrrnefndra norðanmanna átti leikstjórnandinn Pomonis frábæran leik, skoraði 23 stig og gaf 10 stoðsendingar á aðeins 24 mínútum.
Keflvíkingar taka á móti Tindastólsmönnum annað kvöld og spennandi verður að sjá hvernig Keflvíkingar bregðast við mótlætinu, sérstaklega Calvin Davis sem tapaði þarna fyrstu umferðinni í keppninni hver er besti miðherjinn deildarinnar.
Keflvíkingar taka á móti Tindastólsmönnum annað kvöld og spennandi verður að sjá hvernig Keflvíkingar bregðast við mótlætinu, sérstaklega Calvin Davis sem tapaði þarna fyrstu umferðinni í keppninni hver er besti miðherjinn deildarinnar.