Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ein nágrannarimma í 32 liða úrslitum
Miðvikudagur 16. nóvember 2011 kl. 09:53

Ein nágrannarimma í 32 liða úrslitum

Í gær var dregið í 32 liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla og munu leikirnir í 32 liða úrslitum fara fram dagana 9.-12. desember. Þar fer fram einn nágrannaslagur á Suðurnesjunum en þá taka ÍG á móti Njarðvíkingum en það væntanlega verður forvitnileg rimma þar sem reynsluboltarnir í Grindavík kljást við ungviðið úr Njarðvíkunum.

Aðrir leikir sem fara fram:


Reynir Sandgerði – Hamar
Ármann - Skallagrímur
Grindavík - Haukar
Stjarnan - Stjarnan b
ÍR - Keflavík
Haukar b – Breiðablik
Patrekur - Njarðvík b
Víkingur Ólafsvík - Þór Þorlákshöfn
KFÍ - FSu
KR b - Höttur
Álftanes - Tindastóll
ÍBV - Þór Akureyri
ÍA - Fjölnir
Valur - Snæfell
ÍG - Njarðvík
Mostri - KR

16 liða úrslitin fara svo fram í janúar.

Mynd: Elvar Friðriksson mætir Helga Jónasi leikstjórnanda ÍG og Valur Orri og félagar í Keflavík fara á erfiðan útivöll.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024