Eimskip og Grindavík í samstarf
Fyrir skemmstu undirrituðu knattspyrnudeild Grindavíkur og Eimskip með sér samstarfssamning fyrir næstu knattspyrnuleiktíð. Við undirritunina var gefið vilyrði um áframhaldandi samstarf næstu ár.
Á myndinni frá vinsri eru þeir Jónas Þórhallsson formaður fjáröflunardeildar Grindavíkur, Jón H. Gíslason formaður KSD Grindavíkur, Brynjar Viggósson frá Eimskip og Ingvar Guðjónsson framkvæmdastjóri KSD Grindavíkur.