"Eigum virkilega góða möguleika"
Keflvíkingar eru vígreifir þrátt fyrir átta stiga tap á útivelli gegn svissneska liðinu Fribourg Olimpic í kvöld, 103-95. Seinni leikur liðanna verður í Sláturhúsinu við Sunnubraut eftir slétta viku og getur allt gerst þar.
Íslandsmeistararnir áttu ágætis spretti í kvöld en misstu heimamenn framúr sér í fyrsta leikhluta. „Vörnin hjá okkur var hreinlega eins og svissneskur ostur í fyrsta leikhlutanum,“ sagði Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn. Það voru orð að sönnu því Fribourgarar voru komnir með 14 stiga forskot, 35-21, eftir leikhlutann.
Í öðrum leikhluta fóru hlutirnir að ganga upp og Anthony Glover fór á kostum. Hann skoraði 20 af 46 stigum sínum í fyrri hálfleik þar sem Keflvíkingar sóttu sífellt á. Staðan í hálfleik var 54-47 og allt á réttri leið.
Seinni hálfleikur hófst á sömu nótum þar sem Keflvíkingar sóttu í sig veðrið og jöfnuðu fljótlega, 60-60. Þeir komust svo yfir og náðu mest 6 stiga forskoti, 62-68, og leiddu 71-74 eftir 3. leikhluta. Þá drógu Svisslendingarnir á að nýju og jöfnuðu 78-78, en um það leyti urðu Keflvíkingar fyrir mikilli blóðtöku þegar Nick Bradford fór af velli með 5 villur þegar 7 mínútur voru enn eftir. Hann hafði lítið getað beitt sér vegna villuvandræðanna en Keflvíkingar misstu heimamenn framúr á nýjan leik eftir það.
Undir lokin voru hinn frábæri Tony Glover og Jón Norðdal Hafsteinsson, sem átti einnig framúrskarandi leik með 18 stig, einnig farnir af velli með 5 villur, en tapið var engu að síður innan viðráðanlegra marka að mati Fals.
„Við eigum virkilega góða möguleika á að vinna heimaleikinn. Við vorum annars að spila mjög vel í 2. og 3. leikhluta í kvöld en vörnin gekk ekki vel og svo vorum við óheppnir með villur. Ef við lögum hjá okkur vörnina og pössum að lenda ekki í villuvandræðum aftur getum við komist áfram.“
VF-myndir/Hilmar Bragi: Úr leik Keflavíkur og Reims fyrr í vetur
Íslandsmeistararnir áttu ágætis spretti í kvöld en misstu heimamenn framúr sér í fyrsta leikhluta. „Vörnin hjá okkur var hreinlega eins og svissneskur ostur í fyrsta leikhlutanum,“ sagði Falur Harðarson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, í samtali við Víkurfréttir eftir leikinn. Það voru orð að sönnu því Fribourgarar voru komnir með 14 stiga forskot, 35-21, eftir leikhlutann.
Í öðrum leikhluta fóru hlutirnir að ganga upp og Anthony Glover fór á kostum. Hann skoraði 20 af 46 stigum sínum í fyrri hálfleik þar sem Keflvíkingar sóttu sífellt á. Staðan í hálfleik var 54-47 og allt á réttri leið.
Seinni hálfleikur hófst á sömu nótum þar sem Keflvíkingar sóttu í sig veðrið og jöfnuðu fljótlega, 60-60. Þeir komust svo yfir og náðu mest 6 stiga forskoti, 62-68, og leiddu 71-74 eftir 3. leikhluta. Þá drógu Svisslendingarnir á að nýju og jöfnuðu 78-78, en um það leyti urðu Keflvíkingar fyrir mikilli blóðtöku þegar Nick Bradford fór af velli með 5 villur þegar 7 mínútur voru enn eftir. Hann hafði lítið getað beitt sér vegna villuvandræðanna en Keflvíkingar misstu heimamenn framúr á nýjan leik eftir það.
Undir lokin voru hinn frábæri Tony Glover og Jón Norðdal Hafsteinsson, sem átti einnig framúrskarandi leik með 18 stig, einnig farnir af velli með 5 villur, en tapið var engu að síður innan viðráðanlegra marka að mati Fals.
„Við eigum virkilega góða möguleika á að vinna heimaleikinn. Við vorum annars að spila mjög vel í 2. og 3. leikhluta í kvöld en vörnin gekk ekki vel og svo vorum við óheppnir með villur. Ef við lögum hjá okkur vörnina og pössum að lenda ekki í villuvandræðum aftur getum við komist áfram.“
VF-myndir/Hilmar Bragi: Úr leik Keflavíkur og Reims fyrr í vetur