„Eigum mikið inni“ - Grindavík mætir Stjörnunni í kvöld
„Þetta verkefni leggst vel í okkur og margir leikmanna okkar eiga mikið inni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur sem mætir Stjörnunni í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í kvöld. Leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík og hefst hann á slaginu kl. 19:15.
„Það er ekkert auðvelt þegar kemur að úrslitakeppninni og ætlum við að spila okkar leik í kvöld en við gerðum það ekki í síðasta leik gegn Keflavík,“ sagði Helgi. „Það varð ágætis hugarfarsbreyting á liðinu þegar Nick Bradford bættist í hópinn og er það bara jákvætt að hafa hann með okkur. Það eiga reyndar nokkrir leikmenn slatta inni eins og Páll Axel og Ómar en Þorleifur verður líklega ekkert með í þessari úrslitakeppni þar sem hann reif liðband í ökklanum.“
[email protected]