Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 22. júlí 1999 kl. 22:41

EIGUM FLESTA HEIMAMENN Í EFSTU DEILD

Otað hafði verið að VF að mikil óánægja væri í Grindavík vegna fjölda útlendinga á mála hjá knattspyrnudeild Grindavíkur en þar eru alla jafna 6 útlendingar í 16 manna leikmannahóp liðsins eða 37,5% leikmanna. „Gagnrýni í garð fjölda útlendinga kemur upp á borðið með annarri gagnrýni eftir tapleiki en eftir sigurleiki heyrir maður ekki slíkt. Þrátt fyrir að þessir útlendingar séu til staðar hjá okkur þá held ég að óhætt sé að segja að við erum það lið sem getur státað af flestum “heimamönnum” í liði okkar í efstu deild þ.e.leikmönnum sem hafa alist upp hjá ungmennafélagi Grindavíkur eða frá því að þeir spörkuðu fyrst í tuðru“ sagði Helgi Bogason aðstoðarþjálfari Milans Stefáns Jankowich í Grindavík um meintar gagnrýnisraddir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024