Eiður Ben hættir hjá Þrótti Vogum
Þróttur Vogum hefur nú þegar hafið leit að nýjum þjálfara en Eiður Ben þjálfari liðsins hefur hætt störfum. Brynjar Gestsson og Andy Pew munu stýra næstu æfingum eða þangað til nýr þjálfari kemur til starfa.
„Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar þakkar Eið fyrir gott samstarf undanfarna mánuði og óskar honum velfarnaðar í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir í frétt frá Þrótti.