„Ég trúi ykkur ekki - fékk ég utanlandsferð?“
Stefanía Gunnarsdóttir, Kjarrmóa 2 í Njarðvík fékk fyrsta vinning í Jólalukku Víkurfrétta og verslana en Jólalukkan hennar var dregin úr pottinum í Samkaup fyrr í dag. Útsendarar Víkurfrétta og Sérleyfisbíla Keflavíkur mættu óvænt á heimili vinningshafa síðdegis með gleðilegar fréttir.Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri SBK, bankaði uppá hjá Stefaníu og tilkynnti henni úrslitin. „Ég trúi ykkur ekki - hvað eruð þið að segja - fékk ég vinning - ég sem vinn aldrei neitt,“ sagði Stefanía og var í sjöunda himni og átti erfitt með að trúa tíðindunum. „Og hvað ert þú að gera með þessa myndavél - ég er nýkomin upp úr skúringafötunni“, sagði Stefanía og benti á ljósmyndarann.
Stefaní a sagðist ætla að bjóða afa sínum til útlanda á næsta ári.
Stefanía vann ferðavinning að eigin vali fyrir tvo til Evrópu með Flugleiðum. Úrval Útsýn er umboðsaðili Flugleiða í Reykjanesbæ en SBK tekur við ferðaskrifstofunni um áramótin.
Þeir sem unnið hafa ferðavinninga í Jólalukku Víkurfrétta eiga að snúa sér til SBK sem afhendir gjafabréf á ferðirnar. Sextán utanlandsferðir voru meðal vinninga í Jólalukkunni.
Stefaní a sagðist ætla að bjóða afa sínum til útlanda á næsta ári.
Stefanía vann ferðavinning að eigin vali fyrir tvo til Evrópu með Flugleiðum. Úrval Útsýn er umboðsaðili Flugleiða í Reykjanesbæ en SBK tekur við ferðaskrifstofunni um áramótin.
Þeir sem unnið hafa ferðavinninga í Jólalukku Víkurfrétta eiga að snúa sér til SBK sem afhendir gjafabréf á ferðirnar. Sextán utanlandsferðir voru meðal vinninga í Jólalukkunni.