Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Ég skrifa öll mín markmið á blað“
Sunnudagur 15. apríl 2018 kl. 07:00

„Ég skrifa öll mín markmið á blað“

Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu, hefur æft frá níu ára aldri og hún segir að hugarfarið sé mikilvægt til þess að ná árangri. Sveindís svaraði nokkrum spurningum fyrir okkur í Sportspjalli.

Fullt nafn: Sveindís Jane Jónsdóttir.
Íþrótt: Fótbolti.
Félag: Keflavík.
Hjúskaparstaða: Einhleyp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? 9 ára.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Nína Ósk Kristinsdóttir.
Hvað er framundan? Akkúrat núna er ég stödd í Þýskalandi í milliriðli fyrir EM u17 og við stefnum að sjálfsögðu á komast í lokakeppni EM.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Þegar ég var valin besti leikmaður mfl kvk Keflavíkur 2016.

Uppáhalds:
Leikari: Jennifer Aniston.
Bíómynd: She’s The Man.
Bók: Allt eða ekkert.
Alþingismaður:  Ég fylgist voða lítið með Alþingi.
Staður á Íslandi: Heima er best.

Hvað vitum við ekki um þig? Ég borða ekki banana.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég mæti á allar æfingar með það í huga að verða betri en ég var í gær, hugarfar skiptir miklu máli til þess að ná árangri.

Hver eru helstu markmið þín? Ég skrifa öll mín markmið niður á blað og hengi þau svo upp á vegg inní herbergi, markmiðin mín eru bæði lítil og stór, alveg frá því að fylgjast betur með á æfingum og að vera í A-landsliðshóp.

Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Gleymi því seint þegar þáverandi þjálfarinn minn gerði mig að framherja og ég fór að hágráta því ég þoldi ekki að vera frammi. Núna vil ég bara vera frammi.

Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Aldrei gefast upp og hafðu trú á sjálfum þér!