Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ég sjálf er erfiðasti andstæðingurinn
Emelía Ósk Grétarsdóttir í leik í Grindavík.
Föstudagur 10. nóvember 2017 kl. 06:00

Ég sjálf er erfiðasti andstæðingurinn

Emelía Ósk Grétarsdóttir leikur með Grindavík í 1. deild kvenna í körfubolta. Lið Grindavíkur hefur verið á góðri siglingu í vetur og hafa þær aðeins tapað einum leik af fimm í deildinni. Lið Grindavíkur er ungt og efnilegt en Emelía kom til liðsins í sumar.

Hvernig leggst veturinn í þig?
„Veturinn leggst mjög vel í mig, okkur er spáð öðru sætinu en markmiðið hjá okkur er að komast upp og leika í Domino’s-deildinni á næsta ári.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er skemmtilegasti/ erfiðasti andstæðingurinn?
„Erfiðasti andstæðingurinn minn persónulega er ég sjálf en í deildinni í vetur er það KR, í það minnsta samkvæmt tölfræðinni. Við höfum nú þegar átt marga hörkuleiki í vetur svo ég held að erfiðasti andstæðingurinn sé það lið sem við spilum gegn hverju sinni.“

Er breiddin nógu mikil hjá ykkur?
„Við erum með gott fullmannað lið og finnst mér bekkurinn okkar mjög sterkur og hefur það sýnt sig í síðustu leikjum.“

Skiptir stuðningur af áhorfendapöllunum miklu máli?
„Já hann skiptir gríðarlega miklu máli, þó svo að við höfum fallið niður um deild í fyrra þá þýðir það ekki að við þurfum ekki á stuðningnum að halda. Hvet sem flesta heimamenn að koma að horfa á okkur í vetur.“

Er mikil samheldni í hópnum?
„Við erum mjög samheldnar enda æfum við margoft saman í viku. Flestar af stelpunum hafa spilað eða æft saman áður. Ég kom alveg ný inn í hópinn í sumar og varð fljótt hluti af liðsheildinni.“