Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Ég er djöfulli pirraður“
Sunnudagur 1. september 2013 kl. 20:05

„Ég er djöfulli pirraður“

Segir Þorkell Máni aðstoðarþjálfari Keflavíkur

Keflvíkingar máttu sætta sig við tap gegn Stjörnumönnum í Pepsi deild karla í knattspyrnu á heimavelli sínum í kvöld. Leikurinn endaði með 0-2 sigri gestanna en mörkin komu í lok leiks. Leikurinn var jafn en fremur tíðindalítill og lengi vel var útlit fyrir að liðin myndu skipta með sér stigunum. Njarðvíkingurinn í marki Stjörnumanna, Ingvar Jónsson átti góðan leik og bjargaði nokkrum sinnum vel fyrir gestina.

Keflvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og náðu að skapa sér nokkur færi. Ekki tókst að nýta þau og refsuðu Stjörnumenn grimmilega fyrir það. Vörn Keflvíkinga var þrátt fyrir allt mjög góð en svo virðist sem einbeitingarleysi hafi gert vart við sig þegar Stjörnumenn skora tvö mörk með stuttu millibili. Í seinni hálfleik voru Keflvíkingar ekki að skapa sér mörg færi og of oft vantaði að menn væri mættir í teiginn. Eins var ekki verið að nýta föst leikatriði sem skildi en Keflvíkingar áttu níu hornspyrnur gegn þremur hjá Störnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir leikinn eru Keflvíkingar með 17 stig í 10. sæti deildarinnar. Víkingar Ó. eru með 14 stig í sætinu fyrir neðan og Skagamenn á botninum með átta stig.

Þorkell Máni Pétursson hefur stutt Stjörnuna frá blautu barnsbeini en hann er nú aðstoðarþjálfari Keflvíkinga. Hann viðurkenndi að innra með honum bærðust blendnar tilfinningar.

„Fótboltaleikur fer eins og hann á að fara. Við áttum í raun ekkert skilið að vinna þar sem við vorum ekki að nýta færin okkar. Suðurnesjamaðurinn í marki Stjörnunnar fannst mér vera að skila þessum stigum fyrir þá,“ sagði Máni eftir leikinn.

Ég held að við séum á uppleið en ég er djöfulli pirraður að við höfum ekki fengið neitt út úr þessum leik. Niðurstaðan úr þesusm leik er að við hefðum átt að gera betur. Við vorum góðir og hefðum getað nýtt færin en það telur ekki rassgat. Við þurfum að hala inn stigum og eigum ekki að vera að tapa á heimavelli.“

Varðandi hvað þurfi til þess að koma Keflvíkingum aftur á sigurbraut hafði Máni þetta að segja: „Ef við skorum meira en andstæðingurinn getum við verið í rosa góðum málum.“

Máni vonast til þess að Stjrönumönnum gangi vel að sem eftir er móts en fjölskyldan styður öll Garðarbæjarliðið.

„Synir mínir voru Stjörnumegin í stúkunni og studdu sitt lið. Þeir voru voðalega glaðir með úrslitin þó svo að pabbi þeirra hafi ekki verið það. Ég vona auðvitað að þeim gangi vel í framhaldinu.“

Stuðningurinn var öflugur í stúkunni.