Efnilegt Suðurnesjafólk í landsliðsverkefnum
Þær Aníta Lind Daníelsdóttir úr Keflavík og Dröfn Einarsdóttir úr Grindavík hafa verið valdar til þess að leika með u17 liði Íslands í knattspyrnu í Serbíu í lok mars. Liðið leikur gegn heimakonum auk Englands og Belgíu í milliriðlum EM.
Keflvíkingarnir Stefan Alexander Ljubicic og Sigurbergur Bjarnason eru í u17 hópi karla sem keppir í milliriðli EM í Frakklandi um næstu mánaðamót. Þar leika þeir gegn Frökkum, Grikkjum og Austurríkismönnum.