Efnilegt körfuboltafólk mætir á æfingar áður en það fer í skólann
Undanfarnar vikur hefur Unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur boðið öllum iðkendum í 8. flokki og eldri að sækja æfingar eldsnemma á morgnanna, tvisvar í viku. Hefur þessi tilraun fallið í gríðarlega góðan jarðveg og ungmennin hafa mætt mjög vel.
Þetta kemur frá á heimasíðu Keflavíkur. Þar segir jafnframt: „Það er frábært að sjá hversu margir iðkendur eru tilbúnir að leggja þetta sig og alveg ljóst að við munum halda þessu áfram á meðan svona vel gengur. Æfingarnar eru sem fyrr segir opnar öllum iðkendum í 8. bekk og eldri og það kostar ekki neitt nema gott hugarfar að láta sjá sig.“
Þjálfari er Einar Einarsson og honum til aðstoðar er Hörður Axel Vilhjálmsson.
Það eru ekki aðeins körfuboltakrakkar sem æfa „aukalega“ því svipað er uppi á teningnum hjá knattspyrnudeildinni sem hefur myndað afrekshóp yngri leikmanna sem æfa nú undir stjórn Willums Þórs Þórssonar í Reykjaneshöllinni. Meira um það hér á VF á næstu dögum.
Hér má líta á fleiri myndir á Keflavíkursíðunni, sem voru teknar s.l. miðvikudag.