Efnilegt júdófólk á verðlaunapall
- Haustmót JSÍ fór fram í Grindavík um helgina
Haustmót Júdósambands Íslands í yngri aldursflokkum fór fram í Grindavík um helgina. Keppendur frá Njarðvík og Grindavík tóku þátt í mótinu og komust þónokkrir á pall frá Suðurnesjum. UMFG skipulagði mótið og gerðu margir sér ferð til þess að koma og horfa á viðureignir dagsins. Hér að neðan má sjá þá sem komust á verðlaunapall frá Grindavík og Njarðvík.
Í U-15-38 flokki varð Róbert Latowski UMFG í fyrsta sæti og Adam Latowski UMFG í öðru sæti.
Daníel Árnason UMFN var í fyrsta sæti í U-15 -50.
Í U-15 -66 flokki var Gunnar Guðmundsson UMFN í öðru sæti og Jóel Reynisson UMFN í þriðja sæti.
Tinna Einarsdóttir UMFG var í þriðja sæti í U-18 -70 flokki.
Ísar Guðjónsson UMFG var í þriðja sæti í U-18 - 60 flokki.
Kristinn Guðjónsson UMFG var í öðru sæti í U-18 -60 flokki.
Aron Arnarsson UMFG var í öðru sæti í U-18 -90 flokki.
Í U-18 -81 flokki var Kári Víðisson UMFN í öðru sæti.
Í U-21- 66 flokki Varð Ægir Baldvinsson í fyrsta sæti og Ingólfur Rögnvaldsson í öðru sæti, þeir eru báðir frá UMFN.
Bjarni Sigfússon UMFN var í öðru sæti í U-21 -81 flokki.
Patrekur Unnarsson Þrótti varð í þriðja sæti í U- 13 -46 flokki
Jóhann Jónsson Þrótti varð í öðru sæti í U- 13 -66 flokki. Í U-18 -66 flokki var Ingólfur Rögnvaldsson UMFN í fyrsta sæti og Kristinn Guðjónsson UMFG í öðru sæti.