Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Efnilegir knapar á Íslandsmóti
Sunnudagur 10. júlí 2005 kl. 15:28

Efnilegir knapar á Íslandsmóti

Íslandsmót í hestaíþróttum fer nú fram hjá Hestamannafélaginu Mána en mótið er fyrir börn unglinga og ungmenni. Margt efnilegt ungt fólk tekur þátt í mótinu en það hófst í gær á Mánagrund.

Í dag voru A-úrslit í fjórgangi og fimmgangi en núna klukkan 16:00 hefst tölt barna, unglinga og ungmenna.

Hér fyrir neðan birtast úrslit í fjórgangi og tölti barna, unglinga og ungmenna en þeir knapar sem verma efsta sætið í B-úrslitum kepptu einnig í A-úrslitum sem fram fóru í dag. Þau úrslit verða birt síðar.

Fyrir aftan nöfn keppenda má finna heildareinkunn í hverjum flokki fyrir sig.


FJÓRGANGUR BARNA
B-úrslit


7.   Arnar  Bjarki Sigurðarson / Blesi frá Laugarvatni -  6,37
8.   Leó Hauksson / Tígull frá Helgafelli 1    - 6,23
9.   Kristrún Steinþórsdóttir / Álfur frá Bár    - 6,07
10. Berta María Waagfjörð / Prati frá Garðabæ   - 5,63

FJÓRGANGUR UNGLINGA
B-úrslit

7.    Teitur Árnason / Stefnir frá Breið    - 6,60
8.    Óskar Sæberg / Hringur frá Skjólbrekku    - 6,23
9.    Þórdís Jensdóttir / Gramur frá Gunnarsholti   - 6,53
10.  Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Sleipnir frá Litlu-Tungu 1 - 6,17
11.  Sandra Líf Þórðardóttir / Hrókur frá Enni   - 1,33 – Reif undan

FJÓRGANGUR UNGMENNA
B-úrslit


6.    Rósa Birna Þorvaldsdóttir / Bylur frá Kleifum   - 6,93
7.    Signý Ásta Guðmundsdóttir / Framtíð frá Árnagerði  - 6,57
8.    Fanney Dögg Indriðadóttir / Flauta frá Tannstaðabakka  - 6,47
9.    Rut Skúladóttir / Ómur frá Hjaltastöðum    - 6,43
10.  Elín Hrönn Sigurðardóttir / Brella frá Holtsmúla 1  - 6,30

TÖLT BARNA
B-úrslit

6.    Ólöf Rún Guðmundsdóttir / Glampi frá Fjalli   - 6,83
7.    Ragnheiður Hallgrímsdóttir / Þröstur frá Hóli   - 6,61
8.    Agnes Hekla Árnadóttir / Jökull frá Reykjarhóli   - 6,50
9.    Eva María Þorvarðardóttir / Dáð frá Miðhjáleigu  - 6,44
10.  Edda Hrund Hinriksdóttir / Haukur frá Akurgerði  - 6,11

TÖLT UNGLINGA
B-úrslit


7.    Teitur Árnason / Stefnir frá Breið    - 7,06
8.    Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir / Aldís frá Ragnheiðarstöðum - 6,94
9.    Hekla Katarina Kristinsdóttir / Ósk frá Lækjarbotnum  - 6,89
10.  Jón Bjarni Smárason / Máni frá Fremri-Hvestu   - 6,67
11.  Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Sleipnir frá Litlu-Tungu 1 - 6,33

TÖLT UNGMENNA
B-úrslit


7.    Fanney Dögg Indriðadóttir / Dögg frá Múla   - 7,28
8.    Ívar Örn Hákonarson / Guðni frá Heiðarbrún   - 7,00
9.    Elka Halldórsdóttir / Krummi frá Kollaleiru   - 6,83
10.  Ari Björn Jónsson / Gnótt frá Skollagróf    - 6,83
11.  Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir / Goði frá Strönd  - 6,61
12.  Signý Ásta Guðmundsdóttir / Framtíð frá Árnagerði  - 2,17 – Reif undan

Myndin: Frá Íslandsmóti í hestaíþróttum í dag / Atli

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024