Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Efnilegir Keflvíkingar í landsliðsverkefnum
Á efstu myndinni má sjá Íslandsmeistara 4. flokks. Að neðan eru þeir félagar Elías Már og Samúel Kári.
Fimmtudagur 3. október 2013 kl. 11:39

Efnilegir Keflvíkingar í landsliðsverkefnum

Elías og Samúel á leið til Belgíu

Keflvíkingurinn efnilegi Elías Már Ómarsson er í landsliði Íslands sem leikur í undankeppni Evrópumóts U-19 landsliða í knattspyrnu í Belgíu 8.-16. október.  Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson sem nú leikur með Reading í Englandi, er einnig í landsliðshópnum. Elías var fastamaður í Keflavíkurliðinu í sumar en hann á að baki 17 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim tvö mörk. Elías hefur þegar leikið sjö leiki með U-19 ára liðinu og skorað tvö mörk.

Þrir leikmenn Keflavíkur taka um helgina þátt í úrtaksæfingum U-15 ára landsliðsins vegna undankeppni Ólympíuleika æskunnar. Þetta eru þeir Ingimundur Aron Guðnason, Júlíus Davíð Júlíusson og Sigurbergur Bjarnason en þeir voru allir í Íslandsmeistaraliði Keflavíkur í 4. flokki í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

keflavik.is