Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Efnilegasti leikmaður Keflavíkur framlengir við liðið
Ísak Óli ásamt Jónasi Guðna, framkvæmdastjóra.
Mánudagur 8. janúar 2018 kl. 14:35

Efnilegasti leikmaður Keflavíkur framlengir við liðið

Hinn átján ára Ísak Óli Ólafsson, efnilegasti leikmaður Keflavíkur 2017 í knattspyrnu, framlengdi á dögunum samning sinn við liðið til þriggja ára. Ísak spilaði alla leikina í Inkasso-deildinni nema einn og skoraði eitt mark. Að auki spilaði hann einn leik í Borgunarbikarnum.
Í samtali við Víkurfréttir segir Ísak það leggjast gríðarlega vel í sig að framlengja við liðið. „Ég er virkilega spenntur fyrir komandi tímum með Keflavík.“
Ísak hefur leikið tíu landsleiki fyrir U17 ára lið Íslands og einn leik með U19 ára liðinu, en á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að stjórnin fagni þessum tíðindum og hlakki til þess að sjá Ísak þreyta frumraun sína í efstu deild í sumar. „Ísak var einn af máttarstólpum liðsins síðasta sumar og það þarf ekkert að hafa mörg orð um það hversu mikilvægur leikmaður hann sé.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024