Efnilegasta bardagafólkið kemur úr Njarðvík
Ægir og Halldór verðlaunaðir
Njarðvíkingurinn Halldór Matthías Ingvarsson var á dögunum útnefndur efnbilegasti glímumaður ársins af Glímusambandi Íslands. Halldór sem er 16 ára hefur verið duglegur að keppa á mótum Glímusambandsins undanfarin ár. Halldór er jafnvígur á sókn og vörn í glímu og hefur gengið vel í keppni á undanförnum árum. Halldór hefur þrátt fyrir ungan aldur þegar komið að glímuþjálfun hjá UMFN, hann er mikill keppnismaður sem virðir gildi glímunnar og er til fyrirmyndar jafnt innan vallar sem utan.
Þá var Ægir Már Baldvinsson valinn efnilegasti júdómaður landsins á lokahófi júdósambands Íslands. Ægir var valinn júdómaður UMFN árið 2015.
Garðbúinn Ægir Már hefur verið mjög sigursæll undanfarin ár með Njarðvíkingum.