Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Eðvarð Þór fertugur
Mánudagur 29. janúar 2007 kl. 17:37

Eðvarð Þór fertugur

Sundhetjan Eðvarð Þór Eðvarðsson er 40 ára í dag og í tilefni dagsins kom ÍRB færandi hendi. Súkkulaðikaka og listaverk var meðal þeirra gjafa sem Eðvarð fékk og þessi fallegi blöðruvöndur sem sjá má aftan við Eðvarð.

 

Eðvarð Þór var kjörinn Íþróttamaður Íslands árið 1986 og í desember fékk hann sérstök verðlaun í tilefni af 20 ára afmæli útnefningarinnar þegar kjör á Íþróttamanni Reykjanesbæjar fór fram. Í dag er Eðavarð Þór annar tveggja yfirþjálfara hjá ÍRB og stýrir ásamt Steindóri Gunnarssyni einu sigursælasta sundliði Íslands.

 

VF-mynd/ [email protected]

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024