Dýrmæt stig í súginn hjá Keflavík og Grindavík
Keflvíkingar töpuðu dýrmætum sigri þegar liðið gerði 0-0 jafntefli gegn neðsta liði 1. deildarinnar, Huginn, á Nettó-vellinum í Keflavík sl. laugardag. Á sama tíma gerðu Grindvíkingar jafntefli við Fjarðabyggð á útivelli 2-2. Hvorugt Suðurnesjaliðanna hefur náð almennilegu flugi að undanförnu en Grindvíkingar byrjuðu deildina þó mjög vel en hafa ekki unnið leik í mánuð. Staðreynd úr leikjum helgarinnar voru jafntefli gegn neðsta og þriðja neðsta liði deildarinnar.
Keflvíkingar eru með 11 stig í 6. sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Þór Ak. sem er í 2. sæti en KA er efst með 19 stig. Grindvíkingar eru í 3. sæti með 14 stig. Alexander V. Þórarinsson jafnaði fyrir Grindavík á 90. mínútu á móti Fjarðabyggð og tryggði eitt stig en kappinn skoraði fyrra markið einnig. Fjarðabyggð kom í 2-0.