Dvöl Stefáns lokið í Sandgerði
Knattspyrnumaðurinn Stefán Örn Arnarson hefur snúið aftur til Keflavíkur en lánstíma hans hjá Reyni í 1. deild er nú lokið. Stefán Örn lék 7 leiki með Reyni og skoraði í þeim 2 mörk. Stefán mun því freista þess að vinna sér að nýju inn sæti í Keflavíkurliðinu en framan af tímabili fékk hann ekki mörg tækifæri til þess að sanna sig.
Brotthvarf Stefáns frá Reyni gæti reynst Sandgerðingum erfitt en þeir sitja nú á botni 1. deildar.