Dúxinn genginn í raðir Keflavíkur
Grindvíkingar og Keflavíkingar í kvennakörfunni höfðu leikmannaskipti í sömu vikunni þegar Guðlaug Björt Júlíusdóttir gekk til liðs við Keflavík. Fyrr í vikunni var greint frá því að Ingunn Embla leikmaður Keflavíkur hafði skipt yfir í Grindavík.
Guðlaug er 19 ára og spilaði með Grindavík á síðasta tímabili. Hún er 172 cm á hæð og leikur sem lítill framherji. Í sumar hefur Guðlaug haldið sér í góðu formi með U20 ára landslið Íslands þar sem þær ferðuðust til Danmerkur og spiluðu á Norðurlandamótinu.
Guðlaug er afrekskona á fleiri sviðum því í vor lauk hún námi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og var hæst. Í viðtali við VF greindi dúxinn m.a. frá því að hún ætlaði sér að leika körfu áfram.
Hér að neðan er videoviðtal við Guðlaugu frá því í vor.