Duga eða drepast fyrir Grindavík
Nú er að duga eða drepast fyrir Grindvíkinga þegar þeir mæta Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum í körfuknattleik klukkan 16:00 í dag. Keflvíkingar sigruðu sannfærandi sigur 101-80 á fimmtudag og geta tryggt sér farseðilinn í fjögurra liða úrslitin með sigri í dag. Það þarf varla að ítreka það við stuðningsmenn liðanna að þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Nú þarf fólk að fjölmenna í Röstina í Grindavík og styðja við bakið á sínu liði.