Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Drullist á kvennaleiki“ - Keflavík á toppnum
Anita Lind skoraði fyrra mark Keflavíkurstúlkna.
Fimmtudagur 2. ágúst 2018 kl. 10:00

„Drullist á kvennaleiki“ - Keflavík á toppnum

Keflavíkurstúlkur halda toppsætinu í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu en þær sigruðu Þróttara á Nettó-vellinum í gærkvöldi með tveimur mörkum gegn einu. Sigurmark Keflavíkurstúlkna kom á 6. mínútu uppbótartíma en þá skoraði Natasha Moraa Anasi gott mark sem tryggði sigurinn.

Þróttur var lengi vel yfir í leiknum og komst yfir á 19. mín. með marki beint úr aukaspyrnu en Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði jöfnunarmark Keflavíkur á 74. mín. eftir að hafa misnotað vítaspyrnu.
Einn áhorfandi, stuðningsmaður Þróttar sagði á Twitter: „Þvílíkur leikur…svo tala Keflvíkingar bara um hvað strákarnir eru lélegir - drullist á kvennaleiki.“

Keflavíkurstúlkur eru efstar í deildinni með 28 stig, einu meira en Fylkir sem á leik til góða. Keflavíkhefur unnið alla leiki nema einn sem endaði með jafntefli. ÍA er í 3. sæti með 25 stig en hefur leikið tveimur leikjum fleira þannig að staðan hjá Keflavíkurstúlkum er góð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024