Dröfn skoraði með U19
Dröfn Einarsdóttir, leikmaður Pepsi-deildar liðs Grindavíkur í knattspyrnu og U19 landsliðs Íslands skoraði í gær með landsliðinu þegar lið Íslands gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á La Manga æfingamótinu í knattspyrnu.
Ísland keppti á móti Svíþjóð tvisvar sinnum á mótinu en liðið átti að mæta Skotlandi í seinni leik sínum en lið Skotlands var veðurteppt. Ísland lék því tvisvar sinnum við Svíþjóð en fyrri leikur liðsins endaði með 2-0 tapi. Liðið lék einnig gegn Ítalíu á mótinu en sá leikur fór 2-1 fyrir Ítalíu, en mótinu lauk í gær.