Dröfn og Ólafur íþróttafólk Grindavíkur 2017
Dröfn Einarsdóttir knattspyrnukona og Ólafur Ólafsson körfuknattleiksleikmaður voru kjörin íþróttafólk ársins 2017 í Grindavík. Hátíðleg athöfn fór fram í Gjánni í dag, Gamlársdag en fjölmenni var við athöfnina.
Dröfn er einn af lykilmönnum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu og lék hún meðal annars 21 leik í Pepsi- deildinni í sumar ásamt bikarleikjum. Hún hefur átt fast sæti í U17 og U19 landsliðum Íslands í knattspyrnu.
Ólafur var sterkur í liði Grindavíkur sem fór í úrslit Íslandsmótsins gegn KR síðastliðið vor og hefur leikið með A- landsliði Íslands.
Nánar um kjörið í næsta tölublaði Víkurfrétta.