Dröfn í sigurliði gegn Skotum
Grindvíkingurinn Dröfn Einarsdóttir lék með u17 landsliði Íslands í knattspyrnu sem bar sigurorð af Skotum í gær. Íslendingar höfðu 3:0 sigur í leiknum sem fram fór í Egilshöll.
Dröfn lék í 65 mínútur í leiknum sem var æfingaleikur. Hún hefur leikið 32 leiki með Grindvíkingum í meistaraflokki þrátt fyrir ungan aldur, þar sem hún hefur skorað þrjú mörk. Hún á að baki 11 landsleiki þar sem hún hefur skoraði eitt mark.