Dregið í Visa-bikarnum
Stórleikur 16-liða úrslitanna í Visa-bikar karla er viðureign Grindavíkur og Fylkis á Grindavíkurvelli, en dregið var í hádeginu. Keflvíkingar mæta HK, en liðin öttu einmitt kappi í undanúrslitnunum í fyrra, og Njarðvík sækir ÍBV heim.
Í kvennaflokki mætir Keflavík stórliði Breiðabliks í 8- liða úrslitum kvenna.
Leikirnir í karlaflokki fara fram 4. og 5. júlí, en kvennaleikirnir eru 12. júlí.