Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dregið í þriðju umferð VISA bikars karla
Mánudagur 4. júní 2007 kl. 13:25

Dregið í þriðju umferð VISA bikars karla

Í dag var dregið um hvaða lið mættust í þriðju umferð í VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu. Leikirnir fara fram dagana 11.-13. júní næstkomandi.

 

Drátturinn var eftirfarandi:

 

Þór-KA

Dalvík/Reynir-Völsungur

Höttur-Fjarðabyggð

Fjölnir-Njarðvík

ÍR-Grindavík

Þróttur-Ýmir

ÍBV-Afturelding

Grótta-Reynir Sandgerði

Víkingur Ó.-Haukar

Leiknir-Selfoss

Hamar-Stjarnan

Leiknir Fáskrúðsfirði-Sindri

 

Reynismenn mæta Gróttu þann 11. júní á Gróttuvelli og hefst leikurinn kl. 20:00. Njarðvíkingar mæta Fjölni á Fjölnisvelli þann 12. júní kl. 20:00 og Grindvíkingar mæta ÍR á ÍR velli þriðjudaginn 12. júní kl. 20:00. Öll Suðurnesjaliðin sem leika í þriðju umferð spila því á útivelli. Keflavík, sem leikur í Landsbankadeildinni kemur síðar inn í keppnina en Víðismenn féllu úr keppni sl. föstudag er þeir lágu heima, 1-3 gegn ÍR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024