Dregið í Maltbikarnum
- nágrannaslagir af bestu gerð
Búið er að draga í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í körfu og eru nágrannaslagir af bestu gerð í úrslitakeppninni.
Í 16 liða úrslitum karla mætast Njarðvík og Grindavík, Keflavík fær Fjölnir í heimsókn en lið Njarðvíkur b á enn eftir að spila sinn leik gegn Skallagrím þann 19. október næstkomandi og mætir sigurlið þess leiks Haukum.
Í 13 liða úrslitum kvenna mætast Grindavík og Keflavík og Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn.
Allir leikirnir fara fram 4.- 6. nóvember.