Dregið í happdrætti Njarðvíkur hjá sýslumanni
Dregið var í happdrætti Knattspyrnudeildar Njarðvíkur 2013 hjá Sýslumanninum í Keflavík þann 10. október sl.
Vinningaskráin er sýnileg á umfn.is (http://umfn.is/Knattspyrna/frettir/5859/default.aspx).
Allar upplýsingar um vinninga og afhendingu þeirra eru veittar í síma 421 1160 eða 862 6905. Knattspyrnudeild Njarðvíkur vill vekja athygli á að vinninga skal vitja fyrir 31. desember 2013.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar þeim sem fengu vinning á sinn miða til hamingju og þakkar öllum þeim sem keyptu miða í happdrættinu fyrir stuðninginn, segir í tilkynningu.