Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dregið í fyrstu umferðir VISA bikars karla og kvenna
Þriðjudagur 26. febrúar 2008 kl. 14:42

Dregið í fyrstu umferðir VISA bikars karla og kvenna

Búið er að draga í fyrstu umferðir VISA bikarsins í knattspyrnu í karla- og kvennaflokki. Í annarri umferð munu Njarðvíkingar annað hvort mæta KFR eða KB á Njarðvíkurvelli mánudaginn 2. júní. Víðir mun leika gegn Hrunamönnum eða Árborg og Reynir Sandgerði leikur gegn Ægi eða Elliða. Þróttur Vogum sem hefur keppni í 3. deild karla í sumar mætir svo Gúnpverjum á Vogavelli. Keflavík og Grindavík koma inn í VISA bikarinn í karlaflokki að forkeppni lokinni.

 

Í kvennaflokki mun GRV mæta Þrótti Reykjavík í forkeppni þann 20. maí í Grindavík en Keflavík þarf ekki að taka þátt í forkeppni né tveimur fyrstu umferðum bikarkeppninnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024