Dregið í Evrópukeppninni á morgun
Skömmu eftir hádegi á morgun verður dregið í 1. umferð í undankeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, UEFA Cup, en Keflavík tekur þátt í þeirra keppni sem Bikarmeistarar. Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Leikirnir í þessari umferð fara svo fram 19. júlí og 2. ágúst.
Í þessari umferð eru 74 lið og er þeim skipt í þrjá hópa eftir landsvæðum. Keflavík er eitt af 28 liðum á Norðursvæðinu. Liðunum á hverju svæði er skipt í tvo hópa og dragast lið úr hvorum hópi saman. Skipt er í hópana eftir styrk landanna til að sterkustu liðin og lið frá sama landi dragist ekki saman. Ísland er í þeim hóp sem talinn er lakari og því eru Keflavík og KR þar. Í þessum hópi eru einnig Dungannon Swifts frá Norður-Írlandi og Etzella Ettelbrück frá Lúxemborg sem Keflavík hefur áður leikið við í Evrópukeppnum á síðustu tveimur árum. Í sterkari hópnum eru einnig fyrrum andstæðingar Keflavíkur, Lilleström frá Noregi og Metalurgs Liepaja frá Lettlandi.
Hér má sjá hópana á Norðursvæðinu. Keflavík er í hópi 2 og dregst því gegn liði í hóp 1.
Hópur 1
OB
Vålerengen IF (Noregur)
FC Midtjylland (Danmörk)
SK Brann Bergen (Noregur)
AIK
BK Häcken (Svíþjóð)
MyPa-47 (Finnland)
Metalurgs Liepaja (Lettland)
Skonto Riga (Lettland)
Suduva Marijampole (Litháen)
Ekranas Panevezys (Litháen)
HJK
Hópur 2
Haka Valkeakoski (Finnland)
St. Patrick's Athletic (Írland)
Keflavík (Ísland)
KR (Ísland)
Trans Narva (Eistland)
Flora Tallinn (Eistland)
Dungannon Swifts (N-Írland)
Glentoran (N-Írland)
Rhyl FC (
Etzella Ettelbrück (Lúxemborg)
B36
EB Streymur (Færeyjar)