Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 12. nóvember 2003 kl. 17:43

Dregið í bikarkeppninni í körfubolta

Í dag var dregið í 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik ásamt því að skifað var undir þriggja ára samstarfssamning milli Lýsingar og Körfuknattleikssambands Íslands. Héðan í frá mun keppnin kallast Lýsingarbikarinn. 

Drátturinn fór þannig:
UMFG - Breiðablik
Þróttur Vogum - Keflavík
Selfoss - KFÍ
UMFN - KR
Keflavík b - HK
ÍG - Haukar
Skallagrímur - Hamar
Reynir Sandgerði - Valur
Ármann Þróttur - Þór Þorlákshöfn
Stjarnan - Snæfell
Breiðablik b - KR b
ÍS - ÍR
Grundarfjörður/Reynir - Smára Varmahlíð
Þór Akureyri - Tindastóll
Fjölnir og Höttur sitja hjá í 32-liða úrslitum.

Athygli vekur stórleikur UMFN og KR, en það er eins og þessi lið dragist saman í öllum keppnum. Skemmst er að minnast spennandi viðureigna liðanna í Hópbílabikarnum á dögunum og rimmu þeirra í úrslitakeppni síðustu leiktíðar. Grindavík fær Breiðablik í heimsókn í annari úrvalsdeildarviðureign og Keflavík mun sækja nágranna sína í Þrótti Vogum heim. Vegna þess að einungis 30 lið eru skráð til þátttöku sitja Fjölnir og Höttur hjá í fyrstu umferð. Leikirnir munu fara fram 29. og 30. nóvember næstkomandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024