Dregið í 8-liða úrslit yngri flokka
Í gær var dregið í 8-liða úrslitum í bikarkeppni yngri flokka í körfuknattleik. Dregið var á skrifstoum KKÍ og sá Bojan Djesnica, þjálfari hjá Breiðablik, um dráttinn. Leikið verður í 8-liða úrslitum dagana 22.-29. janúar næstkomandi. Fjölmörg Suðurnesjalið eiga bikartitil að verja en Suðurnesin eiga lið í hverjum einasta flokki í 8-liða úrslitum.
Bikardrátturinn:
Unglingaflokkur kk.
Keflavík - Fjölnir
Haukar -Sindri
Valur/ÍR - KR
Fsu - UMFN
11. flokkur kk.
KR - Breiðablik
Valur - Haukar
Fjölnir - Snæfell
UMFN - Þór Þ.
10. flokkur kk.
Fjölnir b - UMFH
Keflavík - Kormákur
Breiðablik - Haukar
Fjölnir - Skallagrímur
9. flokkur kk.
Valur - UMFN
Haukar - KR
KFÍ - Hamar/Selfoss
Fjölnir - UMFG
9. flokkur kvk.
Hamar/Selfoss - UMFN
Haukar - Skallagrímur
KR - Kormákur
Keflavík – UMFG