Dregið í 16 liða úrslit Subwaybikarsins
Dregið var í 16 liða úrslit Subwaybikarsins í körfiuknattleik í gær. Leikið verður 5. til 7. desember. Í karlaflokki mæta Njarðvíkingar Hrunamönnum, Keflvíkingar leika við Val og Grindvíkingar fá Ármann í heimsókn.
Í kvennaflokki leika lið Grindavíkur b og Njarðvíkur. Keflavík b tekur á móti Þór frá Akureyri og búast má við hörku nágrannaslag þegar Keflavík tekur á móti Grindavík.