DRAUMABIKARÚRSLITALEIKUR
Keflvíkingum og Njarðvíkingum tókst að tryggja sér rétt til þess að keppa í úrslitum Renault-bikarkeppni KKÍ.Damon með 49 Keflavík kafsigldi Tindastól sem einfaldlega áttu, frekar en aðrir, neitt svar við Damon Johnson sem skoraði 49 stig og tók 12 fráköst né Fannari Ólafssyni sem leik sinn besta leik á ferlinum, skoraði, frákastaði, blokkaði skot og var almennt óþolandi baráttuglaður, fyrir andstæðingana. Falur, Hjörtur, Birgir, Gunnar og Kristján skiluðu sínum hlutverkum vel sem endranær. Valur Ingimundarson hélt sínum mönnum á floti í fyrri hálfleik en í þeim seinni var hreinlega við ofurefli að etja.Halda ekki forystuNjarðvíkingar eiga við einhvers konar sálfræðivanda að stríða þessa dagana. Þeim helst ekki á forystu, nú töpuðu þeir niður 19 stiga forskoti gegn Haukum og voru því sem næst búnir að spila sjálfan sig út úr úrslitaleiknum. Eftir góðan fyrri hálfleik 51-33 fór skotnýting heimamanna niður fyrir frostmark og Haukarnir með Hairstone (skyldur Flintstone?) í broddi fylkingar gengu á lagið og jöfnuðu leikinn og voru óheppnir að klára ekki í venjulegum leiktíma 74-74. Í framlengingunni bar Brenton Birmingham Njarðvíkinga á herðunum bæði í sókn og vörn og tryggði öruggan sigur 91-84. 50 stig að meðaltaliDamon Johnson, leikmaður Keflvíkinga, hefur farið hamförum í síðustu þremur leikjum liðsins og er með 49,7 stig að meðaltali og geysigóða skotnýtingu að auki. Hlakkar í áhangendum liðsins að sjá til kappans í Laugardalshöllinni í úrslitaleik bikarsins en Damon hefur alltaf átt stórleiki í höllinni.Sigurganga á endaStúdínur bundu endi á lengstu sigurgöngu nokkurs liðs í bikarkeppnum KKÍ er þær sigruðu í Keflavík 61-64 og leika þær til úrslita gegn KR. Lovísa Guðmundsdóttir tryggði sigurinn með þriggja stiga körfu á lokamínútunni en hún hafði lítið haft sig frammi í leiknum. Leikurinn einkenndist af sterkum varnarleik beggja liða og mismunandi framlagi hinna nýju erlendu leikmanna liðanna Tonyu Sampson og Lilia Sushko. Tonya átti undir högg að sækja í samanburðinum og spurning hvort hún verður hérlendis lengi úr þessu, skotnýtingin slök og einbeitingarleysi hennar í vörninni varð liðinu að falli auk þess sem þjálfarinn Anna María Sveinsdóttir varð villuvandanum að bráð á viðkvæmasta tíma.