Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Dramatískt jafntefli hjá Reynismönnum
Föstudagur 15. júlí 2011 kl. 10:00

Dramatískt jafntefli hjá Reynismönnum

Reynirmenn tóku á móti toppliði Hamars í gær á N1-vellinum í Sandgerði í 2. deildinni í fótbolta. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli en Sandgerðingar jöfnuðu þegar fjórar mínútur voru liðnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Hamarsmenn komust yfir eftir 60 mínútut en skömmu áður höfðu Reynismenn heimtað vítaspyrnu þegar Ben Long virtist felldur í teig Hamarsmanna.

Heimamenn sóttu af krafti en ekki gekk að koma boltanum í netið og svo virtist sem að Hamarsmenn færu í Hveragerði með öll stigin þrjú. Þegar klukkan sýndi 94 mínútur og öll von virtist úti áttu Reynismenn innkast sem Ben Long þrumaði inn að teig þar sem Bjarki Birgisson náði að skalla boltann áfram á Magna Jóhannsson sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Reyndist þetta síðsta spyrna leiksins.

Eftir leikinn eru Reynismenn í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig.



VF-Mynd: Jóhann Magni hefur skorað 8 mörk í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024