Dönsku boxararnir komnir
Dönsku boxararnir eru komnir til landsins, en þeir munu takast á við Íslendinga í hnefaleikakeppni sem fram fer í Íþróttahúsi Keflavíkur á morgun. Dönsku keppendurnir eru sjö talsins, en alls eru um 15 manns í liðinu. Það má búast við hörkubardögum annaðkvöld og ljóst að ekkert verður slegið af í viðureignum Íslendinganna og Dananna. Á hnefaleikakeppninni annaðkvöld verður Ljósanótt sett. VF-ljósmynd: Á myndinni má sjá dönsku kappanna, ásamt Guðjóni Vilhelm forsvarsmanni Hnefaleikafélags Reykjaness og Didda Frissa.