Donna komin til Keflavíkur
Bandaríska knattspyrnukonan Donna Cheyne er komin að nýju í raðir Keflavíkurkvenna og mun leika með liðinu í Landsbankadeild kvenna í sumar. Donna á að baki 16 leiki með Keflavíkurliðinu og hefur gert í þeim 3 mörk.
Donna er 29 ára gömul en hún hefur stundað nám í sínu heimalandi undanfarin ár. Keflavíkurkonur leika sinn fyrsta leik í Landsbankadeildinni á mánudag þegar þær Þór/KA í heimsókn á Keflavíkurvöll kl. 19:15.