Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Domino's deildin að hefjast
Miðvikudagur 2. október 2013 kl. 10:04

Domino's deildin að hefjast

Keppni í Domino's deildunum í körfubolta hefst 9. og 10. október næstkomandi en það er Domino's deild kvenna sem ríður á vaðið með heilli umferð þann 9. október.

Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkurkvenna hefja leik á heimavelli gegn Haukum en Íslandsmeistarar Grindavíkur í karlaflokki taka á móti KR í Röstinni. Áður en úrvalsdeildirnar hefjast fer hin árlega meistarakeppni fram, karlaleikurinn er á morgun, þann 3. október en kvennaleikurinn fer fram þann 6. október.

Í leik Meistarakeppni karla eigast við Grindavík og Stjarnan í Röstinni Grindavík en leikurinn hefst klukkan 19:15 á morgun fimmtudag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á sunnudaginn taka Keflvíkingar á móti Valskonum á heimavelli sínum TM-höllinni. Sá leikur hefst einnig 19:15.

Hér að neðan má svo sjá fyrstu leiki Íslandsmótins í karla- og kvennaflokki.

Domino's deild kvenna - fyrsta umferð

9. október

19:15 Keflavík - Haukar
19:15 Grindavík - Snæfell
19:15 Valur - KR
19:15 Hamar - Njarðvík

Domino's deild karla - fyrsta umferð

10. október

19:15 Grindavík - KR
19:15 ÍR - Skallagrímur
19:15 Stjarnan - Keflavík

11. október

19:15 Snæfell - Þór Þorlákshöfn
19:15 KFÍ - Njarðvík
19:15 Haukar - Valur