Dominique Elliott kærður fyrir olnbogabrot
Dominique Elliott, leikmaður karlaliðs Keflavíkur í körfu, hefur verið kærður til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ. Þetta kemur fram á Vísir.is. Dominique gaf Davíði Arnari Ágústssyni olnbogaskot í leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshafnar sl. föstudag og hefur dómaranefnd KKÍ skoðað olbogaskotið tekið ákvörðun um að kæra það til aga- og úrskurðarnefndar KKÍ eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandsupptöku.
Þetta var fimmti leikur Elliott með Keflavík en hann hefur leikið með liðinu frá áramótum. Ef Elliott verður settur í bann verður liðið hins vegar ekki án Kana í leiknum þar sem að Christian Dion Jones er einnig leikmaður liðsins.