Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Dominique Elliott í þriggja leikja bann
Fimmtudagur 8. febrúar 2018 kl. 06:00

Dominique Elliott í þriggja leikja bann

Dominique Elliott, leikmaður karlaliðs Keflavíkur í körfu hefur fengið þriggja leikja bann í Domino´s- deildinni fyrir olnbogaskot sem hann gaf í leik Keflavíkur og Þórs Þorlákshöfn í síðustu viku.
Aganefnd KKÍ skoðaði málið og úrskurðaði svo að Elliott fengi þriggja leikja bann eftir að hafa skoðað myndbandsupptöku af atvikinu.
Elliott missir af leik Keflavíkur og Tindastóls í kvöld og einnig af leikjum gegn Hetti og Íslandsmeisturum KR.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024