Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Diouck tryggði áframhaldandi sigurgöngu Njarðvíkur
Njarðvíkingar hafa byrjað Íslandsmótið af miklum krafti og eru með fullt hús stiga á toppi Lengjudeildar karla. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 18. maí 2024 kl. 20:40

Diouck tryggði áframhaldandi sigurgöngu Njarðvíkur

Markaveisla á Víðisvelli

Njarðvíkingar eru með fullt hús stiga í Lengjudeild karla í knattspyrnu eftir sigur á útivelli gegn Þrótti Reykjavík í dag. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu en þegar stutt var til leiksloka skoraði Oumar Diouck eina mark leiksins eftir vel útfærða skyndisókn Njarðvíkinga (83’). Njarðvíkingar eru einir í efsta sæti deildarinnar með þrjá sigra í jafnmörgum umferðum.

Leikinn má sjá í heild sinni í spilara neðst á síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Aron Snær Friðriksson var öryggið uppmálað í marki Njarðvíkur í dag og varði vel þegar á þurfti að halda.

Keflvíkingar, sem hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Lengjudeildinni, taka á móti Aftureldingu á þriðjudag.

Í annarri deild karla töpuðu bæði Suðurnesjaliðin sínum leikjum, Reynismenn tóku á móti Völsungi frá Húsavík og töpuðu 0-5 en Þróttarar héldu til Ólafsvíkur og þar unnu heimamenn í Víkingi 2-0.

Víðismenn fengu Elliða í heimsókn í gær í þriðju deild karla og heimamenn buðu upp á sannkallaða markasúpu þegar þeir skoruðu sjö mörk gegn engu marki gestanna.


Lengjudeild karla:

Þróttur R. - Njarðvík 0-1 (Oumar Diouck 83’)

2. deild karla:

Víkingur Ó. - Þróttur 2-0

Reynir - Völsungur 0-5

3. deild karla:

Víðir - Elliði 7-0

(Ísak John Ævarsson 16’, 69’, Björgvin Freyr Larsson 21’, Markús Máni Jónsson 29’, Cristovao A. F. Da S. Martins 45’, Elfar Máni Bragason 88’ og Ottó Helgason 90’+5)

Þróttur R. - Njarðvík 0-1