Dickerson með í kvöld!
Snæfellingurinn Corey Dickerson verður ekki í banni í þriðja leik Keflavíkur og Snæfells í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik í kvöld.
Dickerson var rekinn af leikvelli í síðasta leik liðanna fyrir að veitast að Keflvíkingnum Arnari Frey Jónssyni, en aganefnd KKÍ mun ekki koma saman fyrr en á morgun til að taka mál hans fyrir. Verði hann þar dæmdur sekur verður hann í banni í fjórða leik liðanna.
Aganefndin mun einnig taka fyrir kæru Snæfells á hendur Arnari Frey fyrir þátt hans í atvikinu.